Stafræn miðlun er nútíðin. Sú þróun sem hefur átt sér stað með snjallsímum, aukinni bandvídd og samfélagsmiðlum hefur gjörbreytt miðlun skilaboða á netinu.

Samfélagsmiðlar
Með innreið samfélagsmiðla hófst upplýsingabylting sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag má rekja um 30% allrar umferðar um Netið til samfélagsmiðla. Þessu veldur meðal annars mikil og vaxandi deiling á efni sem sett hefur verið á Netið. Það eru því fjölbreytt tækifæri til að miðla skilaboðum á áhrifaríkan hátt á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar snúast samt um meira en að búa til efni og deila því. Með skilvirkri og réttri notkun samfélagsmiðla má:
Styrkja samband við starfsfólk, viðskiptavini og aðra aðila í samfélaginu
Ná persónulegu sambandi við núverandi viðskiptavini
Opna fyrir nýja sölumöguleika
Ná til og jafnvel hafa áhrif á skoðanamótandi aðila
Deila bloggpóstum, myndböndum, rafrænum bókum og öðru efni
Auka sýnileika vörumerkja
Fylgjast í rauntíma með stefnum og straumum og því sem hæst ber í fréttum
Í stað einhliða skilaboða hefðbundnari miðla opna samfélagsmiðlar gátt tvíhliða samskipta. Fyrirtæki og stofnanir sem átta sig á þessu geta oft skapað sér sterkt samkeppnisforskot, en ólíkt hefðbundum vefmiðlum krefjast samfélagsmiðlar þess að þeim sé mótuð stefna og að vinna við þá sé samfelld og regluleg. Athygli aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við að nýta sér samfélagsmiðla á sem áhrifaríkastan hátt. Þetta gerum við meðal annars með því að huga að eftirfarandi þáttum:
- Samfélagsmiðlastefnu
- Markaðssetningu á samfélagsmiðlum
- Kynningarherferðum
- Umsjón með samfélagsmiðlum
- Vöktun umræðu
- Krísustjórnun á samfélagsmiðlum
Netauglýsingar
Auka má umferð og virkni markhópa með greiddum auglýsingum . Netauglýsingar má nýta með hefðbundnum markaðstækjum og almannatengslum til ná markmiðum og auka dreifingu. Þær geta einnig hentað vel sem aðalsnertiflötur í markaðsstarfi og er þá oft hægt að ná mjög hagstæðum snertiverðum.
Mikilvægt er að huga vel að aðgengi leitarvéla (leitarvélabestun) samhliða allri markaðsvinnu á netinu. Helsti kostur við þessa markaðsnálgun er að þá gefst tækifæri á að ná til mjög afmarkaðs hóps þegar hann er líklegastur til að þurfa á vöru eða þjónustu að halda. Þá er yfirleitt auðvelt að fá greinargott yfirlit yfir hvernig fjármunir nýtast.
- Athygli býr yfir mikilli reynslu af gerð og miðlun eftirfarandi auglýsinga:
- Smelli-auglýsingar (PPC) við leitarvélar eða í gegnum vefborða
- Endurmarkaðssetning (retargeting)
- Auglýsingar á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram, Pinterest, LinkedIn, Twitter, Google+, YouTube og fleirum
Umræðuvöktun á netinu
Á degi hverjum birtast mörg þúsund greinar, athugasemdir og fréttir í íslenskum fjölmiðlum, spjallsvæðum og víðar. Athygli býður yfirgripsmikla vöktun þessara miðla. Með fjölmiðlavöktun gefast tækifæri til að:
- Bregðast hratt við neikvæðri umræðu
- Grípa tækifæri sem skapast á meðan það er hægt
- Eiga samtal við hagsmunaaðila í rauntíma
- Leggja mat á markaðs- og kynningarherferðir
- Meta áhrifavalda, mögulegar ógnanir og tækifæri
Í núverandi umhverfi er það staðreynd að stærð og fjármagn skapa ekki endilega samkeppnisforskot heldur getan til að bregðast við rétt og hratt og að fanga þannig tækifæri augnabliksins. Athygli vinnur slík mál í samstarfi við Vaktarann og Creditinfo þegar þess er þörf.
Athygli hefur á undanförnum árum boðið uppá námskeið í virkni og dreifingu skilaboða á samfélagsmiðlum.
Námskeiðin eru ætluð fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum sem vilja auka árangur sinn og sýnileika á samfélagsmiðlum.
Í boði er að koma í fyrirtæki með námskeið eða halda þau í húsakynnum Athygli.
Eftirfarandi námskeið eru í boði
- Facebook, virkni, deilingar og árangur. Á námskeiðinu er farið yfir virkni Facebook sýnt með dæmum hvernig ólíkum póstum reiðir af og hvernig best er að miðla efni þannig að það nái til sem flestra. Farið er yfir fyrirhugaðar breytingar á Facebook og þau tækifæri sem breytingar geta falið í sér. Lögð er áhersla á umræður og virkni þátttakenda.
- Samfélagsmiðlar 101. Á námskeiðinu er farið yfir helstu samfélagsmiðla á Íslandi og þeir skoðaðir út frá markhópum, virkni, deilingu efnis og notkun á Íslandi. Þátttakendur eiga að námskeiði loknu að hafa yfirgripsmikla þekkingu á helstu samfélagsmiðlum og geta metið gildi þeirra fyrir vinnustað sinn.
Pistlar um stafræna miðlun.
Hvernig Game of Thrones sigraði samfélagsmiðla
Game of Thrones hefur verið ein vinsælasta sjónvarpsþáttasería seinni tíma eða allt frá því að hún var frumsýnd árið 2011. Ár eftir ár setur sjónvarpsserían ný met hvað varðar vinsældir og umfjöllun. Aðdáendur þáttanna halda ekki vatni og með mikilli umfjöllun um...
Fimm atriði sem árangur Pokémon Go getur kennt okkur
Ef þú hefur ekki heyrt af Pokémon Go nú þegar, má fullvíst telja að þú hafir verið strandaður á eyðieyju eða lokaður inni síðustu vikur. Undanfarin mánuð höfum við séð fólk vafra um götur starandi á símann leitandi að Pokemon fígúrum. Fjölmörg spaugilegar og sorglegar...
Miðlun efnis á Facebook í markaðsstarfi verður sífellt erfiðara.
Facebook birti gær á vefsvæði sínu upplýsingar um vænanlegar breytingar sem gerðar munu verða á dreifingu og miðlun efnis. Fyrir okkur sem nýta samfélagsmiðilinn í markaðslegum tilgangi eru þessar breytingar kunnulegar en það virðist vera svo að Facebook sé sífellt...