Heimurinn hefur gjörbreyst á fáum árum. Nýir miðlar og tækni hafa rutt sér til rúms og með síauknu framboði upplýsinga er erfiðara að fanga athygli.

Hvernig nálgumst við markaðstengsl?
Við byrjum á að meta það sem gert hefur verið,  möguleg tækfæri og hugsanlegar ógnanir. Því næst setjum við okkur raunhæf markmið, skilgreinum markhópa og hvernig við ætlum að ná til þeirra. Að endingu setjum fram aðgerðaráætlun þar sem hægt er að mæla og meta árangurinn.

Við samtvinnum ólíka miðla og tæki almannatengsla, markaðsfræði og stafrænnar miðlunar. Grunnurinn er ávalt sá sami að skilgreina lykilskilaboð og lykilmarkhópa og setja fram aðgerðaráætlun sem miðar að árangri.

Efnismarkaðssetning

Efnismarkaðssetning er nálgun þar sem lögð er áhersla á að búa til og dreifa reglulega efni sem er virðisaukandi, fræðandi og viðeigandi fyrir skilgreindan markhóp. Markmiðið er að nálgast nýja notendur og viðhalda þeim sem fyrir eru. Með því að byggja upp samband neytenda og fyrirtækis með þessum hætti er stuðlað að því að neytandinn sjálfur kjósi að nýta sér þjónustu eða kaupa vörur viðkomandi.

Með vandaðri og vel skilgreindri efnismarkaðssetningu má búa til efni sem dregur fólk inn á viðkomandi vefsvæði um ókomin ár.Ólíkt því sem gerist þegar greitt er fyrir umferð með auglýsingum þá getur vel skilgreint efni laðað að viðskiptavini mörgum árum eftir að það var sett á Vefinn.  Okkar reynsla er að til lengri tíma litið sé betra að fanga athyglina en að kaupa hana.
Fyrirtæki og stofnanir eiga í stöðugri samkeppni um athygli og tíma viðskiptavina sinna. Athygli leggur áherslu á að framleiða efni sem fangar athygli og eykur á upplifun og leiðir til þess að markhópar deili efninu frekar.

Hvernig undirbúum við efnismarkaðssetningu?

 • Skilgreinum notendur
 • Skilgreinum hvernig á að dreifa efni
 • Ákveðum dreifingu og miðlun efnis: Hvar, hve oft og hver dreifir
 • Ákveðum gerð efnis: Textaskrif, greinar, blogg, sögur, fréttabréf, fréttatilkynningar
 • Stafrænt efni: Hlaðvörp og myndbönd

Leitarvélabestun

 

Að birtast meðal þeirra efstu í niðurstöðum leitarvéla skapar sterkt samkeppnisforskot.  Í gegnum tíðina hefur leitarvélabestun snúist um að fjölga tenglum og skilgreina lykilorð (keywords). Í dag snýst þessi þáttur í mun meiri mæli um að búa til efni og vefi sem notendur kunna að meta og eru reiðubúnir að deila.  Gömul brögð til að auka sýnileika úreldast hratt með nýjum uppfærslum leitarvéla. Leitarvélar skoða nú í auknum mæli samband notenda og vefsíðu, hve löngum tíma viðkomandi eyðir á vef, hvort hann tengi við vefinn með tenglum og hvort hann deili efni.

Við leitarvélabestun byggir þjónusta Athygli  meðal annars á eftirfarandi þáttum:

 • Markaðssetningu efnis
 • Skilgreiningu lykilorða
 • Lendingarsíðum sem sniðnar eru að markmiðum vefsins
 • Auglýsingum sem greiða fyrir leit í leitarvélum
 • Ítarlegri tæknigreiningu og útfærslu á vef í samstarfi við www.kaliber.is

 

Vörumerkjamörkun

Vörumerkið (Brand) er kjarninn í öllu markaðsstarfi.  Skilgreining á vörumerkinu byggir á reynslu og væntingum notenda, viðskiptavina, starfsfólks og annarra áhrifavalda. Sú skilgreining afmarkar vörumerkið, veitir því samkeppnisforskot og aðgreinir það frá öðrum.

Hvort sem um er að ræða smásölu, þjónusta eða þungaiðnað býr Athygli yfir víðtækri þekkingu á mörkun, kynningu, samskiptum við fjölmiðla og því hvernig á að byggja upp langvarandi samband vörumerkja við notendur eða kaupendur.  Við greinum og mörkum eftirfarandi þætti:

 • Lykilskilaboð vörumerkis
 • Stöðu og viðbrögð
 • Efnisskilaboð

Pistlar um markaðstengsl

Nokkur góð ráð við efnismarkaðssetningu

Nokkur góð ráð við efnismarkaðssetningu

Efnismarkaðssetning er allsstaðar þessa dagana. Staðreyndin er þó sú að það er ekkert nýtt við þessa leið þ.e. að nýta sér efni til þess að laða til sín viðskiptavini. Efnismarkaðssetning er miklu frekar ný nálgun þar sem þessi leið er skilgreind og skipulögð með...