Hjá Athygli starfar öflugt teymi fagfólks með áralanga reynslu af ráðgjöf á sviði samskipta og almanntengsla. Ráðgjafar Athygli búa einnig yfir mikilli reynslu af kynningarmálum, viðburðastjórnun og störfum innan fjölmiðla.

Við leggjum áherslu á traust, heiðarleika og vandvirkni.

Árni Þór Jónsson - Athygli almannatengsl

Fjölmiðlasamskipti

Sérfræðingar Athygli veita alhliða ráðgjöf um fjölmiðlatengsl og annast milligöngu um samskipti við fjölmiðla. Þeir hafa starfað á öllum helstu miðlum og búa yfir þekkingu og reynslu til að meta hvað helst veki áhuga. Þannig þjóna þeir viðskiptavinum sínum en stuðla um leið að því að fjölmiðlar spegli umræðuna í samfélaginu frá sem flestum sjónarhornum.

 • Fréttatilkynningar
 • Mótun lykilskilaboða
 • Skipulag blaðamannafunda
 • Hvaða miðill hentar best?

Fjölmiðlavöktun

Á degi hverjum birtist aragrúi greina, kommenta og frétta í íslenskum fjölmiðlum. Í þeim felast bæði tækifæri og ógnanir. Athygli sér um ítarlega fjölmiðlavöktun á íslenskum fjölmiðlum fyrir viðskiptavini sína. Vöktunin er unnin gegnum Vaktarann auk þess sem þjónusta Creditinfo er nýtt ef þess gerist þörf.

Með fjölmiðlavöktun gefast tækifæri til að:

 • bregðast hratt við neikvæðri umræðu.
 • eiga samtal við hagaðila í rauntíma.
 • meta áhrifavalda, mögulegar ógnanir og bandamenn

 

Kynningarverkefni

Athygli hefur mikla reynslu af skipulagningu og framkvæmd kynningar- og árvekniverkefna. Fyrirtækið hefur m.a. annast miðlun upplýsinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur vegna Icesave og kynningu á kosningum til til stjórnlagaþings. Þá hefur Athygli annast kynningu vegna sameiningar fjölda sveitarfélaga og kynnt fjársafnanir hérlendis sem slegið hafa alþjóðleg met í því að ná til fólks.

 • Miðlun upplýsinga á skýran hátt
 • Fagleg hönnun kynningarefnis
 • Skipulag á kynningarverkefna
 • Samþætting á öllu markaðsstarfi

Krísustjórnun

Áföll gera ekki boð á undan sér en hafa tilhneigingu til að dynja yfir þegar verst stendur á. Hjá Athygli starfa sérfræðingar í almannatengslum sem hafa fjölþætta reynslu af því að takast á við slíkar uppákomur. Þegar áfall ríður yfir gerist það oftar en ekki að tilfinningar bera skynsemina ofurliði, menn fara undan í flæmingi eða reyna að hagræða sannleikanum. Við þær aðstæður er góður kostur að leita til ráðgjafa Athygli sem ráða viðskiptavinum heilt um hvort, hvenær og hvernig skuli brugðist við.

 • Viðbragðsáætlanir
 • Fumlaus viðbrögð
 • Hvort, hvenær og hvernig?
 • Boðskipti til starfsmanna

 

Fyrirlestrar og námskeið

Sérfræðingar Athygli halda reglulega fyrirlestra og námskeið um fjölbreytt málefni er tengjast fjölmiðlum, almannatengslum, markaðsmálum, samfélagsmiðlum, útgáfumálum og samskiptamátum. Athygli býður einnig upp á sérsniðna kennslu og þjálfun í framkomu í fjölmiðlum.

 • Sérsniðin námskeið og fyrirlestrar
 • Framkoma í fjölmiðlum
 • Samskipti við fjölmiðla
 • Nýting samfélagsmiðla í markaðsstarfi

Textagerð

Textagerð í kynningarskyni og við miðlun skilaboða  kallar á þjálfun, reynslu og þekkingu til að árangurinn verði eins og til var stofnað. Hjá Athygli starfa þaulvanir textagerðarmenn sem búa yfir mikilli reynslu af blaðamennsku og ritstjórn.

 • Viðtöl og tilkynningar
 • Yfirlestur og ráðgjöf
 • Greinaskrif og prófarkalestur
 • Fréttabréf, heimasíður og samfélagsmiðlar
 • Enskur texti og textaskrif

Pistlar um almannatengsl

Að markaðssetja sjálfan sig

Að markaðssetja sjálfan sig

Á þessum tímum er ímynd og orðspor okkar sífellt mikilvægara. Við skoðum fólk strax á netinu ef við viljum afla okkur upplýsinga og dæmum hratt og drögum ályktanir. Af þeim sökum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að gæta að orðspori sínu og huga að mikilvægustu...

Eru almannatengsl sjávarútvegsins í lagi?

Eru almannatengsl sjávarútvegsins í lagi?

Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli var í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins þann 27. október. Í viðtalinu kemur fram að íslenskur sjávarútvegur á mörg vannýtt tækifæri á sviði almannatengsla. „Fyrirtækin í greininni hafa mörg sinnt sínum...