Siðareglur Athygli

Við komum fram við alla af virðingu, viðskiptavini jafnt sem almenning.

Við veitum viðskiptavinum okkar hlutlægt mat og góð ráð.

Við leggjum okkur fram um nákvæmni og vandvirkni og
förum með satt og rétt mál þegar við önnumst hagsmuni okkar viðskiptavina.

Við sýnum viðskiptavinum okkar trúnað og traust og höfum jafnframt í heiðri þá
skyldu okkar að vinna ekki gegn almannahag.

Við berum ábyrgð á verkum okkar.

Við berum virðingu fyrir ólíkum skoðunum
og styðjum réttinn til frjálsrar tjáningar.

Við komum fram af sanngirni.

Við forðumst hagsmunaárekstra.