Þegar áföll dynja yfir eru góð ráð meira en dýr – þau eru ómetanleg. Við búum yfir víðtækri reynslu í krísusamskiptum og áfallastjórnun. Við höfum tekist á við margvíslegar áskoranir á borð við fjármálakrísu, COVID-19, jarðskjálftavirkni og eldgos og umfangsmiklar netárásir. Fyrstu viðbrögð og skipulag samskipta skipta öllu máli þegar áföllin dynja yfir. Við erum til taks þegar á reynir.
Það sem við gerum:
Stuðningur við stjórnendur.
Tilkynningar og samskipti við fjölmiðla.
Skipulag samskipta við hagaðila.
Eftirfylgni.