Samfélagsmiðlar taka sífelldum breytingum. Þeir eru í eðli sínu í stöðugri þróun þar sem tækniframfarir, samkeppni, kröfur notenda og krafa hluthafa um arðsemi gera kröfur um breytingar. Samfélagsmiðlar lifa heldur ekki af með tekjum af auglýsingum nema að notendur vilji eyða tíma sínum á þeim.

Ef þú ert að reka samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi þá vonum við að þú hafir haft af þeim eitthvað gagn. Ef þú ætlar að ná árangri í framtíðinni skiptir verulegu máli að þú sért meðvitaður/meðvituð um hver þróunin verður.

Þróun á tveim vígstöðvum
Það er einkum á tveimur vígstöðum sem þessi miðlar munu þróast á næstunni. Í fyrsta lagi með frekari þróun appa (forritana sem halda utan um þá í snjalltækjum).  Og í öðru lagi hvernig notendur tengjast hvorir öðrum og vörumerkjum sem halda til á samfélagsmiðlum.

Við skulum því skoða fimm helstu breytingarnar sem væntanlegar eru samkvæmt Social Media Week.

Dreifing efni mun breytast mikið
Samfélagsmiðlar notast við flóknar reikniformúlur og algórythma við að miða efni til notenda sinna. Með það að markmiði að deila efni sem þeim þykir áhugavert.  Twitter og Instagram eru með  breytingar í farvatninu sem hafa munu mikil áhrif á hvernig notendur nálgast efni af tímalínu sinni (News feed).

Áður birtu báðir miðlarnir efni á einfaldan og gagnsæjan  hátt. Tvít eða myndir birtust frá þeim sem notandinn fylgdi að málum í þeirri röð sem efninu var póstað.

Núna birtast póstar eftir flóknum reikniformúlum með það að markmiði að póstar birtist sem notandnanum þykja áhugaverðir. Þetta er merkileg þróun sem getur haft veruleg áhrif á dreifingu efnis. Það er fullyrt að þessi þróun sé rétt að hefjast.

Notendur munu geta flokkað og skilgreint efni betur

Myllumerki (Hashtags) voru kærkominn viðbót þegar kom að flokkun og skilgreiningu efnis. Facebook og fleiri miðlar stefna nú að því að taka þessa flokkun á næsta stig. Facebook kom nýlega út efnisflokkun (topics) þar sem notendur geta flokkað samskipti sín utan um ákveðið efni eða þema. Twitter er líka að koma með svipaða nálgun þar sem notendur munu geta flokkað saman myndefni sem auka mun getu notenda til að sérsníða miðilinn enn frekar.

Fjölbreyttara auglýsingafyrirkomulag
Samfélagsmiðlar fá tekjur sínar af auglýsingum. Það þarf því ekki að koma á óvart að miðlarnir eru að auka úrval auglýsinga og tekjumöguleika sína. Pinterest kom í fyrra með nýjung þar sem auglýsendum bauðst að kaupa  auglýsingar á myndaformi.

Nýjasta frá Pinterst er að auka enn frekar á úrvalið fyrir auglýsendur með sérstakri verkfærakistu þar sem m.a í boði eru auglýsingapakki sem er samsettur úr hreyfimyndum  af mörgum myndum sem stöðvast um leið og notandinn hættir að færa skjáinn upp eða niður.
Það má búast við að við munum sjá nokkrar nýjungar þegar kemur að auglýsingum á samfélagsmiðlum. Hér geta verið stór og spennandi tækifæri fyrir þá sem fyrstir tileinka sér nýjungar.

Rauntíma uppfærslur verða algengari
Notendur hafa kallað eftir rauntímafærslum en lítið úrval verið í boði, en vegna nýjunga einsog Twitter Moments, Periscope, Meerkat og Facebook Live eru möguleikar til beinna útsendinga sífellt að aukast. Það má búast við að enn fleiri miðlar muni bjóða uppá beinar útsendingar sem aftur mun auka möguleika til frumlegs markaðsstarfs.

Nærumhverfið verður sífellt mikilvægara
Þrátt fyrir að á Ísland sé örmarkaður þegar kemur að dreifingu á samfélagsmiðlum er nærumhverfið að verða sífellt mikilvægara. Þetta á sér skýringar í meðvitund neytenda sem vilja kaupa vörur og þjónustu nærri sér. Þetta má t.d sjá á fjölmörgum veitingastöðum um land allt sem leggja metnað í að bjóða uppá hráefni úr nærsveitum.
Fyrirtæki ættu að vera meðvituð um þessa þróun og best er að eiga í samtali og ná sambandi við  notendur úr nærumhverfinu. Þeir eru líka oft verðmætustu viðskiptavinirnir.  Breytingar og þróun um dreifingu til nærumhverfisins mun eiga sér stað í dýpri og ríkari mæli á samfélagsmiðlum.

Það er því mýmörg tækifæri til þess að skara framúr samkeppninni. Það er líka segin saga að fyrirtæki sem eru tilbúin til að nýta sér nýjungar og hugmyndaauðgi ná oft miklu forskoti.

Viltu vera viss um að missa ekki af póstum frá okkur. Skráðu þig á póstlistann og við sendum þér skeyti þegar við birtum næsta póst (einu sinni í viku).