Facebook birti gær á vefsvæði sínu upplýsingar um vænanlegar breytingar sem gerðar munu verða á dreifingu og miðlun efnis.  Fyrir okkur sem nýta samfélagsmiðilinn í markaðslegum tilgangi eru þessar breytingar kunnulegar en það virðist vera svo að Facebook sé sífellt að draga úr vægi skilaboða fyrirtækja og markaðsaðila á kostnað persónulegra skilaboða. Þetta þarf ekki að koma á óvart því að ef áherslan verður of mikil á markaðsleg skilaboð er viðbúið að notendur missi fljótt áhugan á miðlinum. Og það er hinn mikli fjöldi notenda á Facebook sem hefur skapaða miðlinum yfirburðastöðu og gríðarlegar tekjur.
En hvaða breytingar eru væntanlegar? Einsog áður verður aðaláherslan á því hvernig efni verður skilgreint út frá mikilvægi þess við notendur.
Miðilinn hefur fengið ábendingar frá notendum um að þeir hafi ekki fengið pósta frá vinum og ættingjum. Af þeim sökum mun efni og póstar frá vinum og fjölskyldu fá mun meira vægi og á kostnað efnis og pósta frá síðum (Pages). Í stuttu máli munu hefðbundnar persónulegar síður fá enn meira vægi á kostnað síðna (Pages) fyrirtækja, félagasamstaka eða stofnanna.

Facebook segir að forgangsmál sé að tryggja að notendur sé tengdir við fólkið, staðina og hlutina sem fólk vill vera tengt við.  Þess vegna mun miðilinn leggja aukna áherslu á  að notendur missi ekki af sögum frá vinum og fjölskyldu.

Þessi breyting mun að öllum líkindum hafa áhrif á dreifingu efnis frá  síðum fyrirtækja.
Facebook fullyrðir að þessi breyting muni ekki hafa veruleg áhrif en ef við skoðum gögn frá Social Flow má sjá að ókostuð dreifing efnis frá síðum (Pages) hefur fallið um 42% á árinu 2016.

Soccial flow

Social Flow skoðaði árangur 3000 síðna undanfarið ár og þó að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra 50 milljón virkra fyrirækjasíðna á Facebook þá má draga af þessu nokkrar ályktanir.
Allt árið 2016 hefur Facebook verið að draga úr mikilvægi og dreifingu efnis frá fyrirtækjasíðum.

En hver ástæðan fyrir þessu? Af hverju er miðilinn að ganga svona langt á kostnað fyrirtækjanna sem skapa tekjurnar fyrir miðilinn?

Samkvæmt rannsókn The information hefur deiling (shares) efnis á Facebook fallið um 5,5% milli áranna 2014 og 2015.  Það sem er alvarlegra er að stöðuuppfærsur á persónulegu efni hafa fallið um 21% milli sömu ára. Þetta er stórt vandamál fyrir Facebook því þessar persónulegu færslur gefa Facebook nauðsynlegan gagnagrunn fyrir fyrirtækið til að skilgreina markhópa sína út frá á. Stöðuuppfærslur, notenda gefa því  Facebook mikilvægar upplýsingar um hvernig best er að ná til notenda með viðeigandi auglýsingum.

En hvað er til ráða?
Facebook hefur birt eftirfarandi gildi fréttaveitu sinnar opinberlega (News feed Values).
Fjölskylda og vinir koma fyrst. Facebook segist vilja tengja fólk við fréttir og viðburði sem það metur mest sem oftast eru færslur frá fjölskyldum og vinum. Því meira efni sem notendur vilja sjá því meiri tíma eyða þeir á miðlinum sem er takmark Facebook.
Staður fyrir ólíkar  hugmyndir
Facebook hefur hefur sagt að það sé ekki þeirra  að ákveða hvað efni er dreift á miðlinum. Eina hlutverkið er að birta efni sem notandinnn vill sjá.
Raunveruleg samskipti
Facebook leggur mikla áherslu á að sigta út efni sem notendum finnst vera villandi og er póstað notað í annarlegum tilgangi og reynir miðilinn stöðugt að draga úr vægi slíks efnis.
Notandinn á að hafa áhrif
Facebook hefur undanfarið aukið við möguleika fólks til að lýsa yfir skoðun sinni á því hvaða efni það vill sjá og öfugt. Ef notandi felur stöðuuppfærlsu er það metið sem svo að viðkomandi vilji síður sjá uppfærlsur frá viðkomandi í framtíðinni. Eins eru læk og aðrar tengingar við pósta mældar og hafa áhrif á framtíðarbirtingu efnis á fréttaveitu miðilsins.
Stöðug þróun
Miðlun efnis til notenda Facebook er í stöðugri þróun. Þannig höfum við sem höfum nýtt facebook í markaðslegum tilgangi mætt sífelldum nýjum áskorunum varðandi deilingu efnis. Það er viðbúið að þessi þróun muni halda áfram og nýjar og krefjandi áskoranir varðandi dreifingu efnis á Facebook.

Hvort sem okkar líkar það betur eða verr þá er ljóst að þessar berytingar munu hafa veruleg áhrif. Aldrei hefur verið mikilvægara að mynda sterkt samband við neytendur eða notendur þjónustu. Liðin er sú tíð að nægjanlegt sé að opna síðu og trúa því að fylgjendur muni hrúgast inn. Það efni sem er skrifað, myndað eða tekið upp þarf að vera vandaðra og ná til markhópsins.