Hefur þú heyrt af tíu ára áætlun Facebook?  Mark Zuckerberg hefur klárlega hugsað til lengri tíma en tveggja vetra þegar hann var að smíða miðilinn enda hafnaði hann 75 milljón dollara kauptilboði á upphafsdögum Facebook og nokkrum árum síðar 1,5 milljarða dollara tilboði frá Yahoo.com. Það er klárt að Zuckerberg hefur skýra og klára framtíðarsýn fyrir Facebook og hann veit að til að tryggja áframhaldandi tilveru samfélagsmiðilsins þarf hann að þróa hann stöðugt.

Í meðfylgjandi skýringarmynd frá Futurism er farið vel yfir hvernig Facebook mun mögulega þróast á næsta áratug og framtíðarsýn Zuckerberg.

  • Meðal þess sem Facebook stefnir að á næstu tíu árum er:
  • Sólarknúnir drónar sem geta komið á stöðugu netsambandi.
  • Þróun tæknibúnaðar sem kemur á stöðugu netsambandi á strjálbýlum svæðum.
  • Koma á braut gervihnetti til auka Internetsamband í Afríku.
  • Þróun gervigreindar sem getur lært og skilið það efni sem dreift er á Facebook. T.d. skráð hvað er á mynd sem dreift er eða myndbandi.
  • Þróun sýndarveruleikabúnaðar sem líta út eins og venjuleg gleraugu.

Áframhaldandi þróun á hugarstýrðum tölvubúnaði (Brain computer interface) þannig að notendur geti vélritað með hugsunum sínum. Þessi þróunarvinna var kynnt á dögunum og er fyrirtækið með um 60 verkfræðinga á launum við að þróa búnað sem skanna mun heila manna um hundrað sinnum á sekúndu með það að markmiði að hægt sé að slá inn 100 orð á mínutu sem er fimm sinnum meiri hraði en næst með innslætti á símtæki.

 

 

facebook-master-plan