Samfélagsmiðlar eru mjög öflugir miðlar til að deila efni.  En það er ekki nægjanlegt að deila efninu þegar það er klárt, því sumar tímasetningar eru betri en aðrar. Mismunandi fyrirtæki geta haft mjög mismunandi upplifun af því hvaða tímasetningar henta þeim best. Tímasetningar stjórnast oft af því af hvaða miðli þú miðlar. Hvernig markhópurinn þinn á í samskiptum við þann miðill. Hvaða efni þú ert að dreifa og þeim markmiðum sem þú hefur sett þér t.d. varðandi smelli og deilingar.

Þrátt fyrir þetta eru til ágætis rannsóknir á því hvenær best er að deila efni á Facebook, Twitter, Linkedin, Pinterest og Instagram.  Í þessum pistli tökum við saman helstu rannsóknir frá CoSchedule
sem hefur nýtt sér gögn frá QuickSproutSurePayrollThe Huffington Post, BufferTrackMaven,Fast Company og KISSmetrics við mat á því hvenær best er að deila efni á samfélagsmiðlum. Þessar rannsóknir eru í flestum tilfellum gerðar í Bandaríkjunum en við getum vel nýtt helstu niðurstöður þeirra hér á landi.

Niðurstöður þessar ætti að nýta sér sem leiðarvísa við hvenær heppilegast sé að pósta efni en rétt er að prófa sig áfram og sannreyna hvað virkar best í hvert sinn.

Facebook
Fólk skráir sig inn á Facebook aðgang sinn í gegnum snjallsímatæki og borð- og fartölvur bæði í vinnu og heima við.  Notkun miðilisins fer mikið til eftir notendanum.

Besti tíminn til að dreifa efni á Facebook er kl. 15.00 á miðvikudögum. Aðrir heppilegir tímar eru kl. 12.00-13.00 um helgar og milli kl. 13.00-16.00 á þriðjudögum til föstudaga.
Virkni notenda við efni (engagement) er 18% hærra á fimmtudögum og föstudögum. Efni sem er dreift á virkum dögum frá kl. 13.00-16.00 fær yfirleitt hærri smelli. Á föstudögum fer notkunin upp um 10% sem bendir til þess að fólk sé farið að hægja á sér við vinnu og komið með hugann annað.
Rannsóknir benda til þess að versti tíminn til að dreifa efni á Facebook sé um helgar milli kl. 20.00-08.00.

Twitter
Einsog með Facebook  þá fer notkun miðilsins mikið til eftir notendanum sjálfum. Ólíkt Facebook þá benda rannsóknir til þess að stór hluti notenda Twitter noti miðilinn sem RSS efnisveitu og þá frekar þegar þeir eiga lausan tíma í kaffipásum, í strætisvagni til og frá vinnu o.þ.h

Samkvæmt rannsóknum er besti tíminn til að deila efni á Twitter á virkum dögum frá kl. 12.00-15.00 og kl 17.00.
Fyrir fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði er talið að best sé að deila efni á virkum dögum og hæsta hlutfall smellna á tvít sé á miðvikudögum.  Það kemur kannski ekki á óvart að á þessum markaði eru best að deila efni á vinnutíma þar sem rannsóknir hafa sýnt að það fær að jafnaði 16% fleiri smelli.

Fyrir fyrirtæki á einstaklingsmarkaði eru miðvikudagar og helgar bestu dagarnir til að fá sem hæsta tíðni virkni á pósta. Þetta efni fær 17% fleiri smelli á um helgar en aðra daga. Sum fyrirtæki hafa jafnframt séð árangur með því að deila efni milli kl. 2.00-3.00. 6.00-7.00 og kl. 9.00-10.00.

Linkedin
Linkedin er mest notað af fólki á vinnumarkaði og rannsóknir hafa sýnt að þeir nota miðilinn frekar í vinnunni rétt áður en vinnudagurinn hefst og eftir að honum lýkur.

Besti tíminn til að deila efni á Linkedin er um miðja vikuna frá kl. 5.00-6.00. Aðrir heppilegir tímar eru þriðjudagar frá kl. 10.00-11.00 og þriðjudagar til fimmtudagar frá kl. 7.30-8.30, kl. 12.00 og kl. 17.00-18.00. Þriðjudagar hafa reynst góðir dagar til að pósta efni hvað varðar smelli og deilingar og þá sérstaklega milli kl. 10.00-11.00. Mánudagar og föstudagar hafa reynst síðri hvað varðar virkni notenda miðað við aðra daga vikunnar.
Versti tími til að deila efni á Linkedin er á kvöldin og um næturnar milli kl. 22.00 og 6.00

Pinterest
Notendur Pinterest eru í stórum meirihluta konur og þær nota miðilinn mest á kvöldin samkvæmt rannsóknum.
Besti tíminn til að deila efni á Pinterest eru öll kvöld vikunnar frá kl. 20.00-23.00 og eru laugardagskvöld talin sérlega góð.
Aðrir heppilegir tímar eru allir dagar frá kl. 2.00-4.00, kl. 14.00-16.00 og föstudagar kl.15.00

Instagram
Instagram er hannað til notkunar á snjalltækjum og af því leiðir að notendur þess nota miðilinn öllum stundum. Þó hafa rannsóknir sýnt að margir notendur eiga í meiri virkni við efni utan vinnutíma.

Bestu dagar til að deila efni á Instagram eru mánudagar og fimmtudagar.
Myndbönd fá mesta virkni á kvöldin og um nóttina virka daga milli kl. 21.00-8.00.

Hvaða efni ættir þú að deila á samfélagsmiðla þina?
Það hefur sýnt sig að það efni sem er áhrifaríkast er efni sem hefur skýrt markmið. Hvort sem markmiðið er að auka umferð um vefsvæði þitt, fá komment, deilingar eða eitthvað annað. Almenna reglan er að efnið á að vera raunverulegt og hafa eitthvað gildi fyrir markhópinn. Á Facebook og Twitter ætti að miða við að 30% af efninu sé nýtt til kynninga og má tengja það við vefsvæði. 70% ætti að vera fræðandi eða hafa skemmtanagildi fyrir markhópinn þinn með það að markmiði að byggja upp raunverulegt samband þar sem markhópurinn kemur aftur og aftur í leit að gæðaefni.

Twitter, Facebook, Linkedin og Pinterest   eiga það sameiginlegt að bestu færslurnar nota stuttan en lýsandi texta. Einnig skal forðast smelludólgafyrirsagnir sem hafa það eitt að markmiði að gefa of mikið í skyn en boðið er uppá. Á Instagram má nota lengri texta. Hér má segja stutta sögu með það að markmiði að tengja við fylgjendur.

Að endingu er rétt að árétta mikilvægi góðs myndmáls. Virkjaðu notendur þína með fallegum og lýsandi myndum, myndböndum, teikningum eða hreyfimyndum og póstar þínir munu fá mun meiri virkni.

 

Vilt þú fá póst þegar við birtum pistla. Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér póst um leið og næsti pistill kemur.