death
Facebook er orðin stór hluti af lífi flestra okkar. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru yfir 90% íslensku þjóðarinnar með uppsetta Facebooksíðu og helmingur þeirra telst virkir notendur.

Facebook er órjúfanlegur hluti af lífi nýfæddra Íslendinga þar sem nýburamyndir af þeim á Facebook eru oft fyrstu myndirnar sem ástvinir sjá af viðkomandi.  Facebook er jafnframt sá samfélagsmiðill sem eldri kynslóðin (50+) notar hvað mest.  Þannig fæðist fólk og deyr á Facebook!

En hvað verður um Facebooksíðu þegar viðkomandi deyr?

Facebook fær reglulega tilkynningar um andlát notenda. Eftir að hafa staðfest andlátið breytir Facebook síðunni í minningarsíðu (Remembering) .

En þessu getum við þó sjálf auðveldlega stjórnað, þ.e. hvað verður um Facebooksíðu okkar við andlát.

Það eru tveir möguleikar sem við getum valið um:

1.Að síðu okkar sé eytt.

  1. Að útbúin verði minningarsíða.

Í sumum tilfellum er Facebooksíðum lokað af aðstandendum í en í sumum tilfellum getur það verið flókið og erfitt að komast að síðu viðkomandi og loka henni ef henni er ekki breytt í minningarsíðu.  Eins geta verið mjög persónuleg gögn (skilaboð) inni á síðunni sem viðkomandi vill alls ekki að neinn sjái, sem er óhjákvæmilegt ef einhver nákominn þarf að fara inn á síðuna gegnum persónulegan aðgang. Öll slík gögn eru aðgengileg ef farið er inn á Facebook aðgang einhvers t.d í gegnum tölvu viðkomandi sem dæmi.

Ef valinn er sá kostur að láta Facebook breyta síðu manns í minningarsíðu þá þarf að tilnefna einhvern nákominn sem getur þá tekið yfir takmarkaðan hluta síðu við andlát. Aðgangur viðkomandi takmarkast þá við:

  1. Einn póst sem fer efst á síðuna með t.d. kveðju, tilkynningu um jarðarför o.s.frv.
  2. Viðkomandi getur samþykkt vinarbeiðnir frá ættingjum og vinum
  3. Hann getur breytt prófíl mynd og opnumynd síðunnar. Einnig er hægt að gefa viðkomandi heimild til að taka afrit af öllum myndum sem vistaðar eru á síðu þess sem látinn er.

Hann getur ekki lesið skilaboð þess látna né skoðað önnur gögn.

Til að velja þennan möguleika er eftirfarandi gert:

1. Farðu í stillingar (Settings) og veldu öryggi (Security)
legacy 1
2. Neðst í valmynd vinstra megin er smellt á Legacy Contact.

Legacy 2
3. Því næst er valið hvort síðu þinni verði lokað eða henni breytt í minningarsíðu. Ef þú velur að láta útbúa minningarsíðu þarftu að slá inn nafn þess sem á að taka yfir minningarsíðuna (hann verður að vera á Facebook og vera vinur þinn) og velja síðan hvort viðkomandi verði sendur póstur til upplýsingar um að þú hafir valið hann til að taka yfir reikninginn við andlát þitt. Eins er hægt að velja hvort að viðkomandi geti tekið afrit af stöðufærslum og myndefni.

legacy 3

4. Að endingu Lokar (Close)  þú glugganum og þú ert búinn að ganga frá þessu.

Það er rétt að árétta mikilvægi þess að sýna nærgætni þegar einhver sem þú þekkir andast og hvernig við högum okkur á samfélagsmiðlum. Ekki pósta neinu þó að þú sért yfirbugaður af harmi og sorg, sendu frekar skilaboð á þá sem málinu tengjast. Bíddu í minnst tvo til þrjá daga þannig að þú getir verið viss um að allir nákomnir hafi fengið fréttirnar.  Reynum að setja okkur í spor þeirra sem hafa þurft að lesa á samfélagsmiðlum um andlát einhvers sem hann eða hún þekkir.