Um 1600 milljónir   manna í heiminum er skilgreindur sem virkir notendur á Facebook og samkvæmt rannsóknum Gallup eru um 90% allra Íslendinga með síður á þessum samfélagsmiðli. Það eru því næstum ótakmarkaðir möguleikar til að auka sýnileika fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka á Facebook. En þó möguleikarnir séu miklir þarf að gera það rétt því sífellt erfiðara er að setja inn efni sem fær virkni og er lesið sökum þess hversu margir eru nú á miðlinum.
Þú ert vafalítið stoltur af árangri og getu fyrirtækisins þíns og vilt  koma upplýsingum um það á framfæri, rétt eins og yfirmaður þinn. Vandinn er hins vegar sá að einstaklingar á Facebook eru að leita að miklu meira. Þeir vilja tengjast vörumerkjum sem hafa eitthvað virðisaukandi gildi. Það er í fínu lagi við  að deila efni um afrek til fylgjenda þinna en varast þarf að gera of mikið af slíku. Ef þú ert ekki að deila efni sem er virðisaukandi, skemmtilegt eða fræðandi til fylgjenda þinna eru á rangri braut því flestir eru á Facebook til að stytta sér stundir, skemmta sér og eiga samskipti við fólk með svipuð áhugamál. Til að auka sýnileika vörumerkis þíns þarftu að finna frumlegar leiðir til að ná til fólks og fá það til að vilja tengjast þér og þínu vörumerki.

Mistök nr. 1: Of mikil áhersla á kynningarefni
Ef of mikil áhersla er lögð á kynningarefni má búast við að „Likes“ breytist í „Dislikes“. Á netinu er að finna fjölmörg dæmi um slíkt. Hjá Athygli leggjum við áherslu á að af öllu því efni sem við deilum á samfélagsmiðlum fari kynningarefni tengt fyrirtækinu ekki yfir 20%, eða fimmtung.

Mistök nr. 2: Of mikil áhersla á að safna „líkar við“ (Likes)
Það skiptir vissulega máli að safna fylgjendum með lækum. Því fleiri fylgjendur því meiri dreifingu fá póstarnir þínir. Áherslan ætti samt að vera á að safna fylgjendum sem tengjast vörumerkinu þínu tilfinningalega. Það er fólkið sem „líkar við“ póstana þína, deilir þeim og auglýsir vörumerkið þitt ókeypis. Búðu til dagatal og skipuleggðu fyrirfram dreifingu pósta til fylgjenda þinna. Auðvelt er að afla upplýsinga um hvenær heppilegast er pósta efni á Facebook og eignast fleiri fylgjendur sem líka við pósta, dreifa þeim og skrifa við þá athugasemdir.

 

Mistök nr. 3: Upplýsingar vantar um fyrirtækið á Facebooksíðunni
Hefur þú séð fyrirtækjasíðu þar sem grunnupplýsingar eru illa fram settar, símanúmer, opnunartímar og aðra upplýsingar óðagengilegar eða jafnvel ekki til staðar? Facebooksíðan er oft fyrsti staðurinn sem væntanlegir viðskiptavinir leita eftir upplýsingum á. Það skiptir því miklu máli að þar séu allar upplýsingar réttar og skýrt fram settar.

 

Mistök nr. 4: Of mörg orð
Rannsóknir sýna að póstar sem innihalda u.þ.b. 250 slög fá allt að 60% fleiri deilingar. Ef slögum er fækkað en frekar í 80 eða færri fer þessi tala enn frekar upp.

response facebook length
Heimild: http://a.fastcompany.net/multisite_files/fastcompany/imagecache/inline-large/inline/2013/11/3022301-inline-i-3-7-powerful-facebook-stats.png
Að sama skapi er nauðsynlegt skilgreina tíðni pósta. Bæði of margir og of fáir póstar geta haft neikvæðar afleiðingar. Nauðsynlegt er að meta hversu oft markhópurinn að síðunni þinni vill heyra frá þér og hafa ákveðna reglu í tíðni pósta til viðhalda stöðugleika í útgefnu efni. Ef ekki er hægt að deila efni á ákveðnum tímum, t.d. vegna sumarleyfa, þarf að láta fylgjendur vita af því og segja þeim hvenær þú ert væntanlegur aftur. Það segir sig sjálft að standa þarf við slík loforð.

Mistök nr. 5: Póstar sem eru úr samhengi
Ef þú deilir ekki efni í samhengi við vörumerkið þitt ertu að rugla fylgjendur þína í ríminu. Hvort sem um er að ræða texta, myndir eða og myndbönd ætti efnið sem þú deilir að endurspegla vörumerkið þitt. Fjölbreytni er nauðsynleg en efnið verður að vera í samhengi.
Lokaorð
Facebook er gríðarmikilvægur samfélagsmiðill, sér í lagi hér á Íslandi sökum mikilla vinsælda. Þrátt fyrir það er mikilvægt að marka sér skýra stefnu og fylgja henni. Prófaðu þig áfram, hvað virkar í þínu tilviki, hvað líkar fylgjendum þínum og hvað ekki. Gefðu þér smá tíma á hverjum degi til að fara yfir stefnuna og aðlagaðu hana að því sem virkar í þínu tilviki.