Á þessum tímum er ímynd og orðspor okkar sífellt mikilvægara. Við skoðum fólk strax á netinu ef við viljum afla okkur upplýsinga og dæmum hratt og drögum ályktanir. Af þeim sökum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að gæta að orðspori sínu og huga að mikilvægustu markaðssetningu sem við öll gerum þ.e markaðssetningunni á okkur sjálfum!

Hver er sérstaða þín?
Þetta er eitt það mikilvægasta í allri markaðssetningu þ.e hvað er það sem þú getur boðið framyfir aðra. Hverjir eru styrkleikar þínir, ástríða og markmið.
Ef þú myndir hætta í núverandi starfi, hvaða hæfleikum myndi vinnustaðurinn sakna. Hér þarf að horfa djúpt inná við og svara því á heiðarlegan hátt. Ef þú hefur ekki enn unnið á vinnumarkaði skaltu spyrja fólk sem hefur unnið náið með þér og þekkir þig vel til að segja þér hverjir styrkleikar þínir eru. Það getur verið gott að biðja um t.d. fimm lýsingarorð sem lýsa þér vel.  Á hvaða sviði skarar þú fram úr, hvar getur þú lagt mest til í vinnu með öðrum, hvar ertu ómissandi. Hér gildir líka að fjalla um raunveruleg dæmi en ekki ætlun þína eða væntingar. Í almannatenglsum vinnum við oft með ímynd fyrirtækja stofnanna og einstaklinga, þar er oft stór hluti af okkar vinnu að minnka bilið milli ætlaðrar ímyndar og raunverulegrar. Hvaða eiginleika vilt þú að við þig séu kennd/ir?

Skilgreindu markmiðin
Hvar viltu vera eftir sex mánuði? Eftir ár? Fimm ár eða jafnvel tíu ár?
Það skiptir miklu máli að átta sig hvert maður vill fara til að vita í hvaða átt maður stefnir og það getur hjálpað mikið við að meitla rétt skilaboð. Vilt þú verða framúrskarandi og leiðandi markaðssérfræðingur á Íslandi? Eða viltu viltu verða viðmælandi fjölmiðla um ákveðin málefni? Eða stefnir þú á að verða stjórnandi í stórfyrirtæki? Skoðaðu ferilskrár fyrirmynda t.d á Linkedin.com og sjáðu hvernig þær byggðu upp sinn frama. Í fæstum tilfellum kom hann til þeirra í einum vettvangi. Skoðaðu hvað þú hefur gert á sambærilegan hátt og hvað þú getur gert. Flest reynsla er góð og hún mun gagnast okkur einhverntíma síðar.


Hver er markhópur þinn?

Alveg eins og stórfyrirtæki eru með skilgreinda markhópa fyrir vöru sína skalt þú skilgreina til hverra þú vilt ná til með þín skilaboð.  Slík skilgreining mun ekki aðeins hjálpa þér við að móta rétt skilaboð heldur ekki hvað síst gefa þér skýra sýn um hvert þau eiga að fara.

target-audience

Hafðu augun á smáatriðunum
Allt sem þú gerir hefur áhrif á þig og þitt persónulega vörumerki. Googlaðu þig og sjáðu hvað kemur upp. Ertu virk/virkur í athugasemdum? Á litlu landi einsog Íslandi er ágætis regla að gæta sín í riti og ræðu, það eru meiri líkur en minni að þú sért að snerta fjölda fólks sem mögulega geta dæmt þig út frá óviðurkvæmilegum athugasemdum eða dónaskap. Við erum ekki að leggja til allsherjar ritskoðun heldur einfaldlega að temja okkur kurteisi og virðingu í samskiptum. Sama á við með allt sem við gerum hvort sem það eru stöðuuppfærslur á Facebook eða tölvupóstur til samstarfsmanna allt telur þetta í heildarmyndina.

Uppfærðu ferilskránna þín og farðu strax inná Linkedin.com ef þú ert þar ekki nú þegar.
Farðu yfir ferilskrá þína og skoðaðu hana sérstaklega út frá áðurnefndum atriðum. Gættu að því að ferilskrá þín sé í samhengi við markmið þín, markhópa sem þú vilt ná til og taki til sérstöðu þinnar. Gættu að öllum villum og innsláttarvillum því þær eru það fyrsta sem fólk mun reka augun í og dæma þig í kjölfarið sem óvandvirka(n) eða fljótfæra(n).  Þegar þú ert búinn að því skaltu opna reikning á Linkedin og setja hana upp þar ásamt viðeigandi mynd.
Hér er ágætis grein um hvernig við getum nýtt okkur Linkedin til hins ýtrasta

Vertu sýnilegur á Netinu og í fjölmiðlum
Hvað kemur upp þegar þú googlar sjálfa(nn) þig?
Settu upp samfélagsmiðla (sem þú ert nú þegar með) og notaðu þá til að þokast í rétta átt að markmiðum þínum.
Þú getur bókað að það fyrsta sem fólk gerir þegar það vill fræðast meira um þig er það mun googla þig. Fylgstu með hvaða síður koma fyrst upp við leit af þér. Skrifaðu greinar í blöð, vefsvæði eða eigin blogg. Allt eykur þetta sýnileika þinn en gættu að því að þú sért að miðla réttum skilaboðum og að þú sért að fara í rétta átt.
Ertu með áhugavert efni, rannsókn eða grein. Sendu tölvupóst á fjölmiðlamenn sem gætu haft áhuga á efninu þínu og vittu til ef efnið er áhugavert eru meiri líkur en minni að einhver hafi samband. Deildu því svo á þínum svæðum á Netinu.

Styrktu tengslanetið
Á þessum stafrænu tímum skulu mannleg samskipti ekki vera vanmetinn. Reyndu að kynnast fólki, mættu á fundi og námskeið og taktu þátt í verkefnum sem geta lagt lóð á vogarskálarnar. Reynsla þarf ekki alltaf að vera tengd starfsframa. Fjáröflun fyrir góðgerðarsamtök felur í sér áskoranir og reynslu sem gæti nýst þér mjög vel á fjölmörgum stöðum í atvinnulífi og fyrir eigin frama. Besta leiðin til að kynnast fólki náið er að ganga í gegnum krefjandi reynslu með því.
i7
Gættu að því að segja fólki í kringum þig frá hugmyndum þínum og markmiðum. Fólk með metnað er alltaf áhugavert.
Ertu að leita að framtíðarvinnu eða langar þig að breyta til? Á hverjum degi er fjöldi fólks á Íslandi  ráðin í góð störf gegnum ábendingar starfsfólks eða annara. Gættu að því að láta vita af því samt þannig að núverandi vinnuveitandi frétti það ekki fyrstur manna að þú sért að hugsa um að breyta til. Ekki vanmeta gildi þessa. Segðu frá markmiðum þínum og hvernig þú vilt ná þeim. Vittu til það er örugglega einhver í þínu tengslaneti sem leggur saman tvo og tvo og mun benda á þig á einhverjum tímapunkti. Það sem aðrir segja um þig hefur á stundum miklu meiri þyngd en það sem þú segir.

Vertu sýnileg(ur) hvar sem þú ert, í skóla, á vinnustað eða í félagasamtökum. Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að fá stöðuhækkun sé að láta yfirmenn taka eftir sér frekar en að leggja hart að sér. Þó að við trúum því að þetta tvennt eigi að fara saman.

 

Samræmdu skilaboðin
Ekki vera neikvæð(ur) á samfélagsmiðlum sítuðandi og kvartandi og svo jákvæður á öðrum stöðum. Gættu að samræmi og leitastu við að sýna kurteisi og málefnalega gagnrýni. Mikilvægast af öllu er þó að vera maður sjálfur. Eitt það mikilvægasta í allri ímyndarsköpun og mörkun er að gæta þess að ímynd manns sé í samræmi við þá ímynd sem aðrir hafa af manni. Sá ímyndargluggi sem við viljum sjálf gefa af okkur þarf að að sjást í gegnum gluggann sem aðrir sjá af okkur.

Langar þig að fá póst þegar við birtum næsta pistil (u.þ.b. einn í mánuði)?
Skráðu þig á póstlistann hér að neðan og við sendum þér póst um leið og við birtum.