Markaðsherferð þýska súkkulaðiframleiðandans Kinder fyrir Evrópumótið í knattspyrnu nú í sumar  hefur vakið mikla athygli. Kinder sem framleitt hefur súkkulaðieggin vinsælu og önnur súkkulaðistykki hefur hingað til notast við hvítan, ljóshærðan og bláeygðan dreng á pakkningum sínum. Í herferðinni sem ráðist var í fyrir Evrópumótið í knattspyrnu var þeirri mynd skipt út fyrir ljósmyndir af leikmönnum þýska landsliðinsins þegar þeir voru börn. Í stað ljóshærða drengins voru nú komnar ljósmyndir af þýska landsliðinu á barnsaldri og þeir sem horfa eitthvað á fótbolta vita að í þýska landsliðinu er að finna fleiri og ólíka kynþætti en bara hvíta Þjóðverja.

Kinder tilkynnti um þessa markaðsherfð á Facebooksíðu sinni þar sem sagt var frá því að 11 mismunandi pakkningar yrðu kynntar til sögunnar í tilefni Evrópumeistaramótsins.

Samtökin Pegida sem segjast berjast gegn Islamvæðingu Vesturlanda dreifðu póstum með myndum af umbúðum Kinder með þeldökku leikmönnunum þar sem eftirfarandi spurningum var dreift með. Spurt var: Láta þeir ekkert stöðva sig. Er virkilega hægt að kaupa þetta? Eða er þetta grín?

Póstinum sem dreift var á Facebook af Pegida var síðan eytt.
Svipaðir póstar og neikvæð  ummæli með kynþáttaníði frá fylgismönnum Pegida gengu svo langt að fyrirtækið Ferrero sem er eigandi Kinder kom fram með eftirfarandi yfirlýsingu.

„Við tökum afstöðu gegn kynþáttahatri og mismunum. Við munum ekki samþykkja slík ummæli á samfélagsmiðlum okkar. „

Sömu skilaboðum var dreift við ummæli á samfélagsmiðlum Kinder. Pegida eyddi póstum sínum í kjölfarið en hefur ekki beðist afsökunar á ummælunum.

Þessi uppákoma sýnir nauðsyn þess að fyrirtæki fylgist vel með og vakti samfélagsmiðla sína og slökkvi og nái stjórn á svona uppákomum.
Þó að oft sé áhrífaríkast að láta nettröll afskiptalaus og sýna þeim enga athygli þá sýna viðbrögð Kinder að skýrar reglur sem settar eru fram í greinargóðri  yfirlýsingu  geta minnkað skaða af vandamáli sem hæglega hefði getað orðið mun stærra og orðið að meiriháttar krísu fyrir súkkulaðiframleiðandann.

Þess vegna er gríðarmikilvægt að fyriræki setji sér skýra samfélagsmiðlastefnu áður en farið er af stað á samfélagsmiðlum. Þar sem skilgreint er hvernig tekið skuli á hatursorðræðu, nettröllum og öðrum óværum sem komið geta upp auk annara þátta.
Ef slík stefna er ekki til staðar er nauðsynlegt að fara að huga að því að fara að skrifa hana niður á blað.
Við munum fljótlega fjalla um samfélagsmiðlastefnu og hvað slík stefna þurfi að innihalda.

Viltu ekki missa af póstum frá okkur?
Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér póst þegar við birtum nýja pósta.