Aldamótakynslóðin (Millenials) er skilgreind sem börn sem komust á unglings- og fullorðinsaldur í kringum aldamótin síðustu.  Þessi kynslóð er stærsta kynslóðin í Bandaríkjunum og hefur tekið framúr eftirstríðsárabörnunum (Baby Boomers).  Hér á landi er þessi kynslóð jafnframt mjög stór og hún hugsar allt öðru vísi en fyrri kynslóðir og það sem skiptir verulegu máli er að hún er kröftugur neytendahópur sem mun ráða úrslitum á næstu áratugum um hvaða fyrirtæki munu lifa og hver deyja.. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum er áætlað að hún eyði 600 milljörðum bandaríkjadala á ári þannig að hér er um að ræða markhóp sem skiptir verulegu máli. Að sinna honum ekki getur orðið dýrkeypt þar sem þessi kynslóð mun aðeins styrkja stöðu sína og hafa meira fé á milli handanna.  Við höfum ekki fundið sambærilegar rannsóknir hér á landi en fullyrðum að hér megi heimfæra ýmislegt hingað til Íslands.

Þau vilja markaðs- og almannatengla í burtu af samfélagsmiðlum
Rannsóknir hafa sýnt að nærri 75% aldamótakynslóðarinnar á aldrinum 20-39 ára finnast fyrirtæki óáhugaverð  sem auglýsa of mikið á samfélagsmiðlum.  Samkvæmt rannsókn frá Lithium.com kom fram að þó að fyrirtæki eigi að hafa sterkan sýnileika á Netinu og á samfélagsmiðlum þá sé skynsamlegast að láta þessa kynslóð koma á áðurnefnda miðla af sjálfsdáðum.
Yngri neytendur sem alist hafa upp í hinum stafræna veruleika eru miklu líklegri til að meðtaka skilaboð sem þeir nálgast sjálfir hvort sem þau eru af vefsíðum, samfélagsmiðlum eða Bloggi. Rannsóknir hafa sýnt að bein markaðssetning á samfélagsmiðlum með beinum auglýsingum getur leitt til þess að fyrirtæki glati þeim viðskiptavinum. Besta leiðin til árangurs á stafrænum miðlum er að vera til staðar þar með áhugavert og innihaldsríkt efni og láta þessa neytendur koma þangað sjálfsviljuga.

Þau vilja sjálf ráða ferðinni

Þrátt fyrir að þessi hópur yngri neytenda geri ríkar kröfur um hröð samskipti frá fyrirtækjum þá vilja þeir stjórna því sjálfur hvernig samband þeirra hefst. Þó vilja miklu frekar uppgötva fyrirtækin og vörumerki þeirra og tengjast þeim af því að þau vilja það. Meðmæli og ábendingar jafningja hafa skipta miklu máli.
Neytendur og sérstaklega yngri neytendur eru orðnir hundleiðir á því að vörumerki tali beint til þeirra.  Þeir vilja tengjast vörumerkjum en ekki bara taka við einhliða skilaboðum og þeir eiga auðvelt með að nálgast þær upplýsingar sem þeir telja sig þurfa enda með þekkir þessi hópur stafræn samskipti til hlítar.

Hvað er til ráða?

Það þarf einfaldlega að gefa sér tíma og kynna sér þennan markhóp til þess að geta átt við hann virk og raunveruleg samskipti á samfélagsmiðlum, vefsvæðum og Bloggi. Það krefst þess að rétt efni sé útbúið sem neytendanum þyki áhugavert. Fyrirtæki sem gefa sér tíma til þess að skilja þessa neytendur og eiga við þá virkt tvíhliða samband munu skilja sig frá samkeppnisaðilum skapa neytendatryggð, fá öfluga talsmenn vörumerkisins og um leið afla meiri tekna.
Þessa viðskiptavini þarf að sækja og viðhalda með kröftugum almannatengslum og markaðsstarfi þar sem þessir neytendur eiga í gagnvirkari samskiptum við fyrirtækin.