Starfsemi Athygli einskorðast ekki við Ísland því við höfum tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum, unnið fyrir erlenda aðila á Íslandi og Íslendinga erlendis.

Sem dæmi má nefna rekstur upplýsingaskrifstofu um ESB, ráðgjöf við árvekniátak í tengslum við Vinnuverndarstofnun ESB og aðstoð við miðlun upplýsinga um eldgosið í Eyjafjöllum til erlendra fjölmiðla og sendiráða.

  • Alþjóðleg samtök og stofnanir
  • Erlend samstarfsverkefni
  • Samskipti við erlenda fjölmiðla

Athygli á samskipti við eitt stærsta almannatengsla- og samskiptafyrirtæki heims Burson Marsteller sem er með starfsemi í yfir 110 löndum.

Athygli  getur aðstoðað íslensk fyrirtæki og stofnanir við að hasla sér völl með erlendum sérfræðingum á erlendum mörkuðum.