Game of Thrones hefur verið ein vinsælasta sjónvarpsþáttasería seinni tíma eða allt frá því að hún var frumsýnd árið 2011. Ár eftir ár setur sjónvarpsserían ný met hvað varðar vinsældir og umfjöllun.  Aðdáendur þáttanna halda ekki vatni og með mikilli umfjöllun um þættina fá þeir fleiri nýja áhorfendur að tækjunum. Fjölmiðlar fjalla svo reglulega um þættina hvað muni gerast o.s.frv.

Framleiðendum Game of Thrones hefur einfaldlega tekist að skapa fyrirbæri sem fær ótrúlega athygli og dreifni á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og laðar að nýja áhorfendur (og meiri tekjur). Árangur þáttanna og framleiðenda þeirra HBO er ekki hvað síst tilkominn vegna mjög sterkrar stöðu á samfélagsmiðlum.
Þannig er Facebooksíða þeirra nýtt til þess að frumsýna nýtt efni, viðtöl við leikara og aðrar fréttir birtast fyrst þar. Fylgjendur og aðdáendur þáttannna fá þá fyrstir fréttir og aðrar upplýsingar um þættina og þeir eru klárlega að meta þetta miðað við fjöldann sem deilir efni þaðan. Samband þeirra við vörumerkið styrkist og fullvíst er að þeir deili efni af síðunnni í miklum mæli.  19,2 milljónir manna fylgja þáttunum eftir á Facebook sem er ótrúlegur fjöldi.

Á Twitter reikningi Game of Thrones er mikið deilt af GIF myndum með senum úr þáttunum auk þess sem færslum aðdáenda sem tengdar eru þáttunum er endurtvítað.  Alls fylgja um 3,9 milljónir þáttunum á Twitter.

Auk þess eru þættirnir með Youtuberás með 1,9 milljónir áskrifenda, þeir eru á Instagram með 2,5 milljónir fylgjenda, auk fleiri miðla.  Það má með sanni segja að árangur þeirra á þessum miðlum sé stórkostlegur og hefur án vafa spilað stóran þátt í þeim árangri sem game of Thrones hefur náð á undanförnum árum.

Lærdómurinn hér er hversu vel skilgreind og útfærð samfélagsmiðlastefna liggur hér að baki. Þannig er efnið valið útfrá styrkleikum miðilsins og því deilt á réttan miðill út frá því hvað hentar best hverju sinni.

Snillingarnir á TrendKite skoðuðu hvernig Game of Thrones hefur tekist til varðandi dreifingu efnis á samfélagsmiðlum og umfjöllun í fjölmiðlum.  Skoðun þeirra miðast umfjöllun og dreifingu efnis við síðustu seríu Game of Throne  sem var númer sex.

Á meðan á sýningu stóð birtust 22,682 umfjallanir í fjölmiðlum.  Allir markaðs- og kyninngarfulltrúar heimsins ættu í erfiðleikum með að ota þvílíku magni að fjölmiðlum. Hér hafa samfélagsmiðlar og gríðarsterk staða þáttanna haft mikið að segja.

11 milljónir deildu, kommentuðu eða líkuðu við umfjöllun um þættina á samfélagsmiðlum.

Nærri 23,3 milljónir manna horfðu á þættina í útsendingu.

Mynd 1. Dreifing efnis tengdu Game of Thrones á samfélagsmiðlum
GOT Social Amp

 

 

 

Eins og sjá má á myndinni var Facebook með langmesta dreifingu (tenginu) efnis eða um 9,6 milljónir.  Twitter kom þar næst, Google plus því næst og svo Linkedin.com sem má telja nokkur tíðindi þar sem ekki tíðkast að deila persónulegu efni og efni ótengdu atvinnulífi þar.
En hvaða persóna í þáttunum fékk mesta umfjöllun?

Mynd 2. Vinsælasta persóna Game of Thrones 

GOT Characters

Fyrir okkur íslendinga er þessi mynd einkar áhugaverð þar sem við eigum jú einn leikara hann Hafþór Júlíus Björnsson, The Mountain, Fjallið. Fjallið nær fínum árangri sem þó bliknar í samanburði við vinsælustu persónu þáttanna Jon Snow.  Hann er þó án vafa einn þekktasti Íslendingurinn í dag allt þáttunum og aflraunum að þakka.

Hvort sem okkur líkar betur eða ver við Game of Thrones þá er árangur þáttanna ótvíræður.  Ljóst er að ef þættirnir hefðu ekki verið vel skrifaðir og vel útfærðir hefði árangurinn ekki verið jafn mikill. Hér var hinsvegar lagt af stað með gríðarlega vel gerða markaðs- og kynningaráætlun þar sem þung áhersla var lögð á samfélagsmiðla og þeir nýttir út frá styrkleikum þeirra. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.