Við erum ráðgjafafyrirtæki sem skilur og þekkir íslenskt samfélag, viðskiptalíf og stjórnsýslu. Við leggjum áherslu á hugmyndaauðgi og skilvirkar leiðir sem hafa varanleg áhrif á framlegð, ímynd og orðspor okkar viðskiptavina.
Til þjónustu reiðubúin…
Við búum yfir fjölbreyttri sérþekkingu á sviði samskipta og stefnumótunar. Ráðgjafar Athygli vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að tryggja góð samskipti við mikilvæga hagaðila og hlúa að vörumerki, orðspori og trúverðugleika með skilvirkri samskiptastefnu.
Samskiptaráðgjöf Stafræn samskipti Samskipti við hið opinbera Stefnumótun og samskiptastefna Fjárfestatengsl Krísustjórnun Markaðs- ímyndargreining Viðburða- og fundastjórnun Fyrirlestrar og námskeið
01
Heilindi
Við erum hreinskiptin og veitum þá ráðgjöf sem við teljum vera rétta, jafnvel þegar hún er eitthvað sem viðskiptavinurinn vill ekki heyra.
02
Fagmennska
Við leggjum áherslu á vandaða og vel ígrundaða ráðgjöf sem byggir á fjölbreyttri þekkingu og reynslu.
03
Tryggð
Við vinnum ávallt með langtímasjónarmið í huga og viljum byggja upp traust með því að skilja þarfir og langtímahagsmuni okkar viðskiptavina.