Athygli er stærsta ráðgjafarfyritæki í almannatengslum á Íslandi og var stofnað árið 1989. Athygli er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri.

Hjá Athygli horfum við ekki á samskipti ein og sér, heldur miklu fremur á þær breytingarnar sem samskiptin geta skapað og þær áskoranir sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir samhliða þeim.

Áskoranirnar geta snúið að því að styrkja viðkomandi í sessi, auka markaðshlutdeild, breyta lögum, hafa áhrif á skoðanir eða á pólitískar ákvarðanir.  Við skilgreinum vandmál og áskoranir, veitum innsýn, víkkum sjónarhornið og tínum til sterkari rök til að hafa áhrif á viðskiptavini og hagaðila.

Athygli er samstarfsaðili almannatengslafyrirtækisins Burson Marsteller (Affilite partner). Við getum því boðið þjónustu sem nær til yfir 110 landa, vítt og breitt um heiminn, hratt og milliliðalaust.

Sem þverfaglegt samskiptafyrirtæki getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á hverja þá boðleiðaþjónustu sem þeir óska eftir og þurfaHvort sem það er að hitta viðskiptavini augliti til auglits, hafa samskipti við þá á netinu, tala til þeirra með greiddum skilaboðum á netinu eða gegnum eigin miðla, samfélagsmiðla eða fjölmiðla, þá býr Athygli yfir reynslu og getu til að ná árangri.

Í krafti stærðar Athygli og fjölbreytileika getum við veitt sérhæfða þjónustu samskipta í ólíkum miðlum þar sem grunngildi okkar – heiðarleiki, frumkvæði og trúverðugleiki – eru höfð að leiðarljósi.

Siðareglur Athygli

 

Starfsfólk Athygli