Athygli er í senn ráðgjafafyrirtæki á sviði almannatengsla og öflugt útgáfufyrirtæki. Við gefum út eigin tímarit og vinnum fréttabréf, bæklinga og kynningarrit fyrir ýmis félög, stofnanir og fyrirtæki.

Við höfum oftast heildarumsjón með útgáfu slíkra prentgripa; vinnum hugmyndir og texta og önnumst ljósmyndun, prófarkalestur, hönnun, umbrot, þýðingar ef þarf og svo prentun og dreifingu.

Yfirlit yfir nýjustu útgáfur

 

Útgáfa og hönnun

Sóknarfæri
Sóknarfæri kemur út 6-8 sinnum á ári, í dagblaðsbroti og er dreift án endurgjalds í stóru upplagi. Þar er sjónum beint að frumkvæði og fagmennsku í íslensku atvinnulífiog m.a. fjallað um sjávarútveg, verklegar framkvæmdir, orkumál og iðnaðaruppbyggingu.

Ægir – tímarit um sjávarútveg
Ægir er eitt elsta tímarit landsins, meira en 100 ára gamalt og hefur verið í eigu Athygli frá síðustu aldamótum. Blaðið er rótgróið fagrit í áskrift um íslenskan sjávarútveg. Ægir kemur út 10 sinnum á ári.

ÁFRAM
Áfram er lífsstílsblað með áherslu á heilsu, hreyfingu og hollustu. Þar er rætt við fólk á öllum aldri með margvísleg áhugamál, birtar gómsætar uppskriftir, fjallað er um tómstundir og margt fleira.

Akureyri
Athygli gefur árlega út tvö tölublöð af blaðinu Akureyri en þar er fjallað um mannlíf og menningu í höfuðstað Norðurlands. Akureyri er í dagblaðsbroti og dreift án endurgjalds inn á hvert heimili á Eyjafjarðarsvæðinu en auk þess til áskrifenda Morgunblaðsins um land allt.

Ævintýralandið Ísland
Í maímánuði ár hvert gefur Athygli út veglegt rit um íslenska ferðaþjónustu í samvinnu við markaðsstofur ferðamála í landshlutunum og ferðaþjónustuaðila. Blaðinu er dreift endurgjaldslaust í stóru upplagi.

Outdoors
Landkynningarritið Outdoors – exploring the blue island, er skrifað á ensku fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma. Ritið liggur frammi á fjölmörgum stöðum og m.a. dreift til upplýsingastöðva ferðamála um land allt.

Cool Atlantic
Ár hvert dreifir Athygli sérriti á ensku á Seafood Expo, sjávarútvegssýningunni í Brussel. Þar er að finna ýmislegt efni um íslenskan sjávarútveg, skrifað af sérfræðingum Athygli á því sviði.

kvotinn.is
Athygli ehf. heldur úti metnaðarfullum vef um íslenskan sjávarútveg þar sem er að finna fréttir, hagrænar upplýsingar, léttmeti og annað sem vekur áhuga allra þeirra sem hafa áhuga á þessari undirstöðuatvinnugrein Íslendinga.

icefishnews.is
Fréttavefur á ensku um íslenskan sjávarútveg. Um 1000 aðilar erlendis fá að auki reglulega sent fréttabréf með helstu fréttum af íslenskum sjávarútvegi.

Önnur blöð
Athygli gefur út ýmis önnur blöð og tímarit í samvinnu við fyrirtæki, félög og stofnanir. Athygli fjármagnar þau blöð að hluta til með sölu auglýsinga.

Athygli býður uppá heildstæða þjónustu þegar kemur að grafískri hönnun og gerð markaðsefnis.
Athygli á í samstarfi við hönnuðinn Þórhall Kristjánsson hjá auglýsingstofunni Effekt.

  • Merki
  • Auglýsingar
  • Umbúðir
  • Vefir
  • Myndskreytingar

Öll kynningarrit, tímarit og bæklingar sem Athygli skapar eru hönnuð innanhúss. Við höfum áratuga reynslu af uppsetningu á lesefni og hönnum allt frá auglýsingum til sérhæfðra prentgripa.

Við sjáum auk þess um öll samskipti við prentsmiðjur og finnum besta tilboðið fyrir þig.

  • Uppsetning og hönnun
  • Umsjón prentgripa

 

Pistlar um útgáfu og hönnun

Þau búa lengur heima

Valþór Hlöðversson útgáfustjóri skrifar   Þau búa lengur heima Samfara bættum efnahag þjóðarinnar og uppgangi í atvinnulífinu, einkum ferðaþjónustu og skyldum greinum, er ljóst að allt of lítið er byggt af íbúðarhúsnæði til að mæta eftirspurn. Afleiðingin er sú...